Miðvikudagur, 4. mars 2009
Bruðl í heilbrigðisráðuneyti
Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra hefur upplýst,að fyrirrennari hans
i starfi,Guðkaugur Þór, hafi eytt 20- 30 milljónum í verktakagreiðslur.Hér var um að ræða verkefni,sem stofnað var til m.a. til þess að undirbúa breytingar í heilbrigðiskerfinu.Ég hefði nú talið,að starfsmenn ráðuneytisins ættu að undirbúa slíkar breytingar en ekki verktakar út í bæ.Það er til lítils að ræða um sparnað í ráðuneytum,aðhald í ráðningu starfsmanna,ef á sama tíma er samið við verktaka um að vinna svo og svo mörg verkefni.Þegar ég vann í viðskiptaráðuneytinu,í 17 ár,var ekki eitt einni krónu í slíkar verktakagreiðslur. Öll störf voru unnin af starfsmönnum ráðuneytisins.Ég tel hér um algert bruðl að ræða og sennilega hefði þetta bruðl aldrei verið upplýst, ef ekki hefði allt í einu og óvænt orðið ráðherraskipti.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.