Miðvikudagur, 4. mars 2009
Frv. um stjórnarskrá lagt fyrir alþingi
Frumvarpi um breytingar á stjórnarskrá var dreift á Alþingi í kvöld. Þar er lagt til að bætt verði við stjórnarskrána ákvæði um að auðlindir, sem ekki eru háðar einkaeignarrétti, séu þjóðareign. Náttúruauðlindir beri að nýta á sem hagkvæmastan hátt á grundvelli sjálfbærrar þróunar til hagsældar fyrir þjóðina og komandi kynslóðir.
Jafnframt er lagt til að ekki þurfi tvö þing að samþykkja stjórnarskrárbreytingar. Stjórnarskrárbreytingar, sem Alþingi hefur samþykkt þurfi að bera undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar.
Alþingi verður skylt að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um tiltekin mál ef 15% þjóðarinnar krefjast þess. Loks er lagt til að boðað verði til stjórnlagaþings ekki síðar en 1. september, næstkomandi.
41 þingfulltrúa verður falið að endurskoða stjórnarskrána. Frumvarp að nýrri stjórnarskrá verður lagt fyrir þjóðina til atkvæðagreiðslu, verði þessar breytingar samþykktar. Fyrsta umræða um stjórnarskrárbreytingar er áætluð á Alþingi á föstudag.(visir,is)
Hér er stórmál á ferð. Lengi hefur staðið til að endurskoða stjórnarskrán en aldrei gengið neitt. Nú er komið fram frv. um merkar breytingar og væntanlega verður alþingi fljótt að afgreiða þær.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.