Einkavæðingin orsök bankahrunsins

Alger umskipti urðu í rekstri bankanna á Íslandi við einkavæðingu þeirra,Meðan bankarnir voru ríkisbankar voru þeir reknir sem hefðbundnir viðskiptamannabankar.En eftir,að þeir voru komnir í hendur einkaðila var þeim breytt í fjárfestingarbanka ög braskstofnanir.Sem ríkisbankar voru þeir varfærnir en sem einkabankar  áhættusæknir og fóru óvarlega.Í stað þess að sinna lánveitingum til fyrirtækja og einstaklinga á Íslandi varð nú aðalatriðið að braska sem mest,kaupa og selja fyrirtæki hér heima og erlendis og reyna að græða sem mest á því.Gróða- og græðgishyggjan varð allsráðandi. Tekin voru stór lán erlendis til þess að kaupa banka og önnur fyrirtæki erlendis.Skuldsetning erlendis jókst stöðugt og ekkert var hugsað um það hvernig ætti að greiða þessi erlendu lán til  baka.Þetta varð bönkunum að falli. Fullyrða má,að ef bankarnur hefðu áfram verið í höndum ríkisins þá hefðu þeir ekki hrunið. Einkavæðingin var  því orsök bankahrunsins.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband