Unnt að haldleggja eignir auðmanna

Dómsmálaráðherra,Ragna Árnadóttir,sagði á alþingi í morgun,að það væri unnt að haldleggja eignir

auðmanna að undangenginni rannsókn eða eftir að rannsókn hefði hafist.Það hefur verið útbreiddur misskilningur,að ekki væri unnt að frysta eignir auðmanna nema dómur hefði áður verið kveðinn upp en svo er ekki.

Grunur leikur á því,að auðmenn hafi komið miklum fjármunum undan til útlanda í skattaskjól.Það þarf strax að rannsaka hvort þetta er rétt.Alþjóðasamfélagið hefur sett strangar  reglur um peningaþvætti og á grundvelli þeirra er unnt  að rekja allar peningasendingar. Það á því að vera unnt að rannsaka peningasendingar gömlu bankanna og auðmannanna í skattaskjólin.En það þarf strax að  hefjast handa  við þessa vinnu.Hún  þolir enga bið.Kanslari Þýskalands bað auðmenn að koma heim með peningana úr skattaskjólunum. Hún sagði,að ef þeir gerðu það ekki yrðu allar eignir þeirra frystar. Þeir komu með peningana. Hvað gerum við?

 

Björgvin Guðmundsson 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband