Fimmtudagur, 5. mars 2009
Eftirlaunalögin frægu (að endemum ) afnumin
Þrjátíu og fjórir þingmenn samþykktu afnám laga um eftirlaun forseta, þingmanna, hæstaréttardómara og ráðherra á Alþingi í dag. Engin greiddi atkvæði gegn frumvarpinu en tuttugu og sex þingmenn voru fjarverandi.
Eftirlaunalögin umdeildu sem sett voru árið 2003 hafa því verið afnumin en það var Steingrímur J. Sigfússon sem lagði frumvarpið fram.
Þingmenn úr öllum flokkum greiddu frumvarpinu atkvæði sitt en í umræðum á Alþingi var talað um hversu góð samstaða hefði náðst um að afnema þessi umdeildu lög.(visir.is)
Með lögunum nýju hafa lögin sem samþykkt voru 2003 verið afnumin. þau virka þó ekki til baka,þannig að þau réttindi,sem menn voru búnir að fá þau haldast.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.