Skuldir útvegs 3-4 sinnum árstekjurnar

Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sagði á Alþingi í morgun að fallandi afurðaverð og birgðasöfnun hefði mjög neikvæð áhrif á afkomu sjávarútvegsins um þessar mundir. Endurskoðunarskýrsla sem hann hefði undir höndum um afkomu stórra fyrirtækja í sjávarútvegi sýndi mjög alvarlega stöðu. Auk þessa ætti sjávarútvegurinn tugi milljarða í uppgjörðum gjaldeyrisvarnasamningum.

Steingrímur sagði að ætla mætti að skuldir sjávarútvegsins væru þrefaldar til fjórfaldar árstekjur en þær hafi lækkað um 15% frá áramótum ef reiknað er með að þær séu að uppistöðu til í erlendri mynt.

„Sú gengisþróun er að sjálfsögðu jákvæð fyrir efnahagsreikninginn og skuldabyrðina en er að sama skapi neikvæð fyrir tekjuhliðina þar sem færri krónur koma inn fyrir útflutninginn,“ sagði ráðherrann er hann svaraði fyrirspurn frá Grétari Mar Jónssyni Frjálslynda flokknum. Grétar Mar sagði að lækkun afurðaverðs væri sennilega á bilinu 30-40% víðast hvar á mörkuðum erlendis.( mbl.is)

 

Ástand útvegsins er vissulega alvarlegt. Hætt er við,að  það verði erfitt um langan tíma,þar eð markaðuyr erlendis eru lágir og þar er samdráttur ekki síður en hér.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Fara til baka 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband