Skerðing tryggingabóta vegna tekna úr lífeyrissjóði verði afnumin

Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir og launþegar fóru að leggja hluta af launum sínum í sjóð til efri áranna var hugsunin sú,að lífeyrissjóðirnir yrðu viðbót við lífeyri frá almannatryggingum.Það var ekki inni í myndinni við stofnun sjóðanna,að  greiðslur úr þeim mundu valda skerðingu á lífeyri Tryggingastofnunar.Þegar ríkisvaldið fór að seilast óbeint í lífeyrissjóðina með því að skerða bætur vegna tekna úr lífeyrissjóði var það brot á upphaflegu samkomulagi    um lífeyrissjóðina.Ríkið er í rauninni að taka til baka hluta af því  sem launþegar hafa lagt til hliðar í lífeyrissjóð.Þessar gripdeildir verður að stöðva.

Fyrri ríkisstjórn setti 100 þús. kr. frítekjumark vegna atvinnutekna,þ.e. aldraðir mega vinna fyrir 100 þús. kr. á mánuði án   þess að það skerði lifeyri frá almannatryggnigum. En frítekjumark vegna tekna úr lífeyrissjóði " gleymdist".Það hefði átt að setja frítekjumark áður eða samhliða vegna tekna úr lífeyrissjóði.Ég tel,að afnema eigi með öllu skerðingu á lífeyri aldraðra vegna lífeyrissjóðstekna.Þá breytingu má framkvæmda í áföngum,t.d. byrja a því að setja 120 þús. kr. frítekjumark á mánuði vegna tekna úr lífeyrissjóði.

 

Björgvin Guðundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband