Föstudagur, 6. mars 2009
Ný könnun: Samfylking stærst
Fylgi Samfylkingarinnar mælist nú 30,5%. Þetta er veruleg aukning frá síðustu könnun í febrúar þegar fylgi flokksins mældist 24,1%. Fylgi Framsóknarflokksins dalar nokkuð og fer úr 14,9% í febrúar í 10% nú. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Markaðs- og miðlarannsókna, MMR.
Stuðningur við Sjálfstæðisflokk og Vinstri græna breytist lítið, fylgi Sjálfstæðisflokks mælist nú 29,3% og fylgi Vinstri grænna 22,7%.
Fjöldi þeirra sem sagðist myndu kjósa aðra stjórnmálaflokka en buðu fram síðast heldur áfram að minnka og stendur nú í 5,3%.
Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú 51,3% sem er tæpum 5% minna en var í síðustu könnun.
Könnunin sem var síma- og netkönnun var framkvæmd dagana 3. til 5. mars. Heildarfjöldi svarenda var 891. Þeir voru á aldrinum 18 til 67 ára og valdir handahófskennt úr þjóðskrá.(visir.is)
Þessi könnun er nokkuð frábrugðin Gallup könnuninni,sem var verið að birta.Búast má við,að margar kannanur komi ´æa næstunni og nokkuð þétt.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.