Föstudagur, 6. mars 2009
Ríkisstjórnin lofar 6000 nýjum ársverkum
Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögur í atvinnumálum,sem ætlað er að skapa rúmlega 4000 ársverk á næstu misserum. Unnið verður að framgangi ellefu tillagna sem kynntar voru á fundi með blaðamönnum í dag.
,,Þegar einnig er litið til stöðu fimm verkefna sem tengjast virkjun Búðarháls og orkutengdum iðnaði, öðrum en fyrirhuguðu álveri í Helguvík, þá gæti verið um að ræða 6000 ársverk í heildina," segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.
Um er að ræða störf í byggingariðnaði, framkvæmdir við snjóflóðavarnir, gróðursetningu, grisjun og stígagerð, orkuviðhald og orkusparnað, minni útflutning óunnins fiskjar, hækkun endurgreiðslna vegna kvikmyndagerðar, þróunarverkefni í ferðaþjónustu, frumkvöðlasetur í Reykjavík, sérfræðinga af atvinnuleysisskrá til nýsköpunarfyrirtækja, bætta samkeppnisstöðu nýusköpunarfyrirtækja og fjölgun þeirra sem njóta listamannalauna.
,,Stærstu póstarnir eru 1700 ársverk í byggingariðnaði, 1000 ársverk í bættri samkeppnisstöðu nýsköpunarfyrirtækja, 800 ársverk á byggingatíma Búðarhálsvirkjunar, 300 ársverk í bættri nýtingu sjávarfangs og 300 ársverk vegna endurbyggingar í Straumsvík." (mbl.is)
Hér er svo sannarlega á ferðinni jákvæða frétt. Atvinnuleysið er mesta bölið og ef unnt er að minnka það um 6000 ársverk þá er það stórkostlegt,
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.