Sjálfstæðisflokkurinn á móti lýðræðisumbótum

Sjálfstæðisflokkurinn hefur allt á hornum  sér í sambandi við persónukjör í væntanlegum alþingiskosningum og í sambandi við væntanlegt stjórnlagaþing. Eftir bankahrunið hefur það verið hávær krafa almennings,að gerðar væru lýðræðisumbætur.Fólk vill  fá persónukjör.Það vill ekki,að flokkarnir ráði öllu við framboð.Og það vill fá róttækar breytingar á stjórnarskránni.almenningur telur þingið of máttlaust,ráðherrarnir,framkvæmdavaldið ráði öllu.Margar hugmyndir eru um breytingar en til þess að fá að vita hvaða hugmyndir eru lifvænlegastar þarf stjórnlagaþing, Sjálfstæðisflokkurin  sagði,að tilögur um persónukjör væru of seint fram komnar.Leikurinn er hafinn sagði Geir.Ekki má breyta í miðjum leik. Og þegar rætt var um stjórnlagaþing í dag talaði Geir nær eingöngu um mikinn kostnað við stjórnarlagaþing.Hann hefur engan  áhuga á breytingum.Enda hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki getað komið  fram neinum breytingum á stjórnarskránni  þó það hafi verið margreynt.

Lýðræðið kostar peninga. Það getur vel verið að einræði sé ódýrara.En við viljum lýðræði og betra lýðræði  en við höfum haft.Ef við ætlum að bæta stjórnarhættina,bæta lýðræðið þá verðum við að verja til þess þeim fjármunum sem þarf,

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband