Laugardagur, 7. mars 2009
Svæsinn áróður RUV gegn forseta Íslands
Fyrir 2-3 kvöldum var langur kafli um forseta Íslands í kastljósi RUV.Tilefnið var,að í skoðanakönnunum hafa vinsældir forsetans minnkað verulega.Kastljós byrjaði á því að rekja ítarlega ýmis viðtöl,sem forsetinn hafði veitt erlendum fjölmiðlum og fjallaði sérstaklega ítarlega um þau viðtöl,sem höfðu verið umdeild og skapað deilur, þ.e. reynst forsetanum erfið eftir á. M.ö.o: Kastljós reyndi að draga fram það sem var forsetanum erfitt og gat valdið gagnrýni á hann.Þar á meðal var viðtal við forsetahjónin,þar sem forsetafrúin var ósammála forsetanum og ljóst,að Kastljósi fannst það efni bitastætt.Einnig má nefna viðtal við forsetann í þýsku blaði,þar sem haft var eftir honum,að Íslandingar ætluðu ekki að greiða sparifjárinnstæður í íslenskum bönkum í Þýskalandi.Utanríkisráðuneytið leiðtétti þetta viðtal, þar eð rangt var haft eftir forsetanum.
Mér er til efs,að RUV hefði birt svipaðan áróður um einhvern forustumann stjórnmálaflokkanna,t.d. Geir Haarde á meðan hann var forsætisraðherra.RUV þykir forsetinn liggja vel við höggi og þess vegna er hann tekinn fyrir.Ég er mjög ósáttur við þennan áróður RUV gegn forseta landsins.Hafa verður í huga,að áður er RUV búið að birta fréttir um allt .það sem rifjað var upp í kastljósi.Hér var um endurtekningu að ræða.
Forseti Íslands var fullhrifinn af útrásinni og lét það í ljós.Sennilega er það ástæðan fyrir þverrandi vinsældum forsetans.En forsetinn hefur beðist afsökunar á því að hafa hrifist um of af fjárfestingum útrásarvíkinganna.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Svo sammála þér Björgvin.
hilmar jónsson, 7.3.2009 kl. 10:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.