Laugardagur, 7. mars 2009
Er Jón Magnússon tækifærissinni?
Jón Magnússon,alþingismaður, hefur verið duglegur að tala og skrifa í Útvarp Sögu á undanförnum árum.Hann hefur sett fram ýmis ágæt sjónarmið,sem nálgast hafa sjónarmið jafnaðarmanna en einnig hefur hann verið með öfgaskoðanir eins og að takmarka innflutning innflytjenda.Það olli mér miklum vonsbrigðum,að hann skyldi segja sig úr flokki frjálslyndra og ganga í Sjálfstæðisflokkinn.Hann var svo fljótur að söðla um,að nú er hann á fullu að verja skoðanir Sjálfstæðisflokksins og hæla honum á hvert reipi. Það eru svona vinnubrögð stjórnmálamanna,sem rýra álit almennings a alþingi og stjórnmálum yfirleitt, Þetta bendir til þess að Jón Magnússon sé alger tækifærissinni.Maður breytir ekki um skoðun á einum degi. Og maður breytir ekki um skoðun vegna þess að maður sé óánægður með einhverja samstarfsmenn. Eðlilegra er að berjast fyrir skoðunum sínum..
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:27 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.