Axlaði ábyrgð með afsögn og hlaut endurkosningu

Við stefnum á að fá fjóra menn eins og við fengum árið 2003. Svona breiður listi í góðu jafnvægi gefur færi á því,“ segir Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður og fyrrverandi viðskiptaráðherra, sem mun leiða lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar í vor.

Björgvin, sem fékk 46,6% atkvæða í 1. sætið, segir þetta hafa verið mjög farsælt prófkjör fyrir flokkinn og gott upplegg fyrir kosningabaráttuna. „Ég er mjög ánægður og sáttur bæði með mína niðurstöðu og listann eins og hann lítur út. Við þurfum ekki að beita neinum kynjareglum, það raðar sér sjálft. Það er þægilegt að þurfa ekki að gera það.“

Aðspurður segir Björgvin það örugglega hafa skipt máli í prófkjörinu að hann axlaði pólitíska ábyrgð á störfum sínum sem viðskiptaráðherra í hildarleik síðustu mánaða og sagði af sér ráðherradómi. „Já það hefur skipt máli í þessu prófkjöri, alveg örugglega. Auðvitað er fólk að gera upp erfiðan vetur þegar það er að velja í svona prófkjöri. Fólk hefur augljóslega kunnað að meta það.“(mbl.is)

örgvin G,Sigurðsson er eini ráðherrann í fyrrverandi stjórn sem axlaði  pólistíska ábyrgð af bankahruninu.Hann sagði af sér. Í dag hlaut hann örugga kosningu í 1,sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmo.Ljóst er ,að kjósendur hafa metið afsögn hans.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband