Það á að haldleggja eignir þessara manna strax

Skýrt hefur verið  frá því í Mbl.,að 3 mánuðum fyrir hrun Kaupþings og annarra íslenskra banka hafi Kaupþing lánað nokkrum stórum eigendum sínum tæpa 500 milljarða.En þegar bankinn var hruninn voru  eiginlega  engir peingar í bankanum.Ekki liggur fyrir hvort tekin voru eðlileg veð fyrir þessum lánum en miðað við  aðrar lánveitingar Kaupþings til hluthafa ( 50 milljarðana) er alls óvíst,að svo hafi verið.Hér getur því hafa verið um lögbrot að ræða. Sérstakur saksóknari á strax að hefja rannsókn á þessu máli og um leið og hann hefur rannsókn á að haldleggja eignir allra þessara manna.Það kann að vera að  peningarnir finnist í skattaskjólunum.

Það gengur ekki að sitja með hendur skauti og bíða a meðan þeir,sem komu bönkunum í þrot hylja slóðina og eyða sönnunargögnum.

Þeir hluthafar Kaupþings,sem fengu framangreind lán eru þessir:Ágúst og Lýður Guðmundssynir ( Exista samstæðan) 169 milljarðar,Robert Schenguiz ( situr í stjórn Exista) 230 milljarðar og Ólafur Ólafsson og tengd félög 78,9 milljarðar.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband