Sunnudagur, 8. mars 2009
Gott viðtal Egils Helgasonar við Evu Joly
Stjórnvöld þurfa að beita fullri hörku í rannsókn á efnahagshruninu með því að gefa út húsleitarrannsóknir strax. Þetta sagði Eva Joly rannsóknardómari í Silfri Egils í dag. Joly sagði að þetta væri eina leiðin fyrir yfirvöld til að kanna hvort aðilar sem lægju undir grun um að hafa skotið undan fjármunum ættu leynilega bankareikninga eða ekki. Joly sagði að það væri grundvallaratriði að notuð væru öll meðöl sem eru notuð í sakamálum. Það þyrfti að gera húsleitir því að það nægði ekki að kalla grunaða í viðtöl.
Þá sagði Joly að það væri nauðsynlegt að hefja rannsókn mála á Íslandi. Íslendingar gætu ekki fengið alþjóðahjálp án þess að vera með sannanir héðan frá. Joly sagði að tuttugu til þrjátíu manna hópur hæfra einstaklinga ætti vel að geta rannsakað málið. Þá sagði hún að það væru fullar forsendur fyrir rannsókn jafnvel þótt næstum sex mánuðir væru liðnir frá hruninu. Það væri ekki langur tími. (visir.is)
Viðtal Egils Helgasonar við Evu Joly var mjög gott og athyglisvert.Egill spurði réttra spurninga í viðtalinu. M.a. spurði hann Evu hvort hún gæti hjálpað okkur í leit okkar að sökudólgum bankahrunsins. Hún kvaðst geta verið til ráðgjafar en ekki unnið að rannsókn í fullu starfi.Viðtalið var mjög athyglisvert.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:12 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.