Sunnudagur, 8. mars 2009
Konur sigruðu í forvali VG i Rvk
Aðeins 3 karlar lentu í 10 efstu sætunum í forvali VG í Reykjavík. Tveir karlar voru færðir upp á lista Framsóknar í suðvesturkjördæmi svo jafnræðis væri gætt milli kynja í 5 efstu sætum listans. Siv Friðleifsdóttir skipar fyrsta sæti á lista framsóknarmanna í SV-kjördæmi og Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir verða í efstu sætunum hjá VG í Reykjavíkur kjördæmunum tveimur.
Í 4. sæti varð Árni Þór Sigurðssson, í 5. sæti Álfheiður Ingadóttir og umhverfisráðherrann Kolbrún Halldórsdóttir féll niður í 6. sæti með 446 atkvæði og skipar því 3 sæti á lista í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna. Ari Matthíasson hafnaði í sjöunda sæti.
Þótt niðurstaða prófkjörsins sé leiðbeinandi fyrir kjörnefnd sem tekur lokaákvörðun um röðun listann þá er ekki búist við að miklar breytingar verði gerðar. Vinstri græn ákváðu fyrir prófkjörið og þegar framboðin lágu fyrir að afnema reglur um kynjahlutföll þar sem líklegt þótti að reglurnar myndu verða á kostnað framgöngu kvenna.Annað er uppi á teningnum hjá Framsóknarkonum í suðvesturkjördæmi því þar kemur kynjakvóti í veg fyrir að atkvæði sem tvær konur fengu nýtist að fullu. Siv Friðleifsdóttir fékk flest atkvæði, 498 talsins og skipar fyrsta sætið. Helga Sigrún Harðardóttir hlaut 433 atkvæði og skipar annað sætið, kosningu í þriðja sætið fékk Una María Óskarsdóttir og í fjórða sætið Bryndís Bjarnarson. Svala Rún Sigurðardóttir var kosin í fimmta sætið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.