Sunnudagur, 8. mars 2009
"Rökrétt,að Jóhanna verði formaður"
Aðspurður hvort hann muni gefa kost á sér í embætti formanns flokksins segist Dagur ekki tímabært að gefa slíkt út.
Í mínum huga er þetta ekki dagur stórra yfirlýsinga. Ég hef ekkert verið á þeim buxunum að sækjast eftir því að verða formaður flokksins, en bauð mig hins vegar fram til varaformanns og hef fengið mjög góð viðbrögð við því. Þetta er fyrst og fremst algjörlega ný staða. Ég held að Samfylkingarfólk og forystan eigi að gefa sér þann tíma sem þarf til að meta stöðuna. Mestu skiptir að greiða úr þessu farsællega, af yfirvegun og á lýðræðislegan hátt. Að finna lausn sem sameinar flokkinn því að okkar bíður síðan það verkefni að sameina þjóðina um þær leiðir sem við trúum á út úr þessari kreppu.(mbl.is)
Dagur mælir áreiðanlega fyrir munn margra flokksmanna þegar hann segir rökrétt,að Jóhanna verði formaður.En Dagur gæti áreiðanlega tekið við af Jóhönnu.Hann er mikið foringjaefni.
Björgvin Guðmundsson
T
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.