Þurfum ungan foringja

Samfylkingin stendur frammi fyrir því verkefni að velja sér nýjan leiðtoga eftir,að Ingibjörg Sólrún tilkynnti í gær,að hún mundi hætta í stjórnmálum af heilsufarsástæðum.Skiljanlegt er,að Jóhanna Sigurðardóttir sé treg til þess að taka þetta verkefni að sér. Hún hafði ráðgert að hætta í stjórnmálum við næstu þingkosningar  en féllst á að vera forsætisráðherraefni í kosningunum.Hún hefur verið mjög lengi í stjórnmálum.

Við þessar aðstæður er best fyrir Samfylkinguna að velja sér ungan foringja. Þar koma margir til greina,t.d. Dagur B.Egertsson,Lúðvík Geirsson og Björgvin G.Sigurðsson.Samfylkingin mun áreiðanlega leysa þetta verkefni farsællega.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband