Straumur hruninn.FME tók bankann yfir

Straumur, sem Fjármálaeftirlitið tók yfir í morgun, þurfti að standa skil á skuldbindingum að fjárhæð 33 milljónum evra í dag en hafði aðeins handbært fé að fjárhæð rúmlega 15 milljónum evra.

Þetta kemur fram í svarbréfi Straums við bréfi sem FME sendi bankanum í gær þar sem óskað var eftir upplýsingum um lausafjárstöðu bankans með tilliti til skuldbindinga bankans á næstu dögum. Í bréfinu upplýsti bankinn einnig að það hafi ekki verið raunhæfur kostur að afla þess fjár sem uppá vantaði og því hafi verið ákveðið að óska eftir heimild til greiðslustöðvunar.

Þar með var það mat FME að yfirvofandi og alvarlegur lausafjárskortur bankans fæli í sér „knýjandi aðstæður" í skilningi neyðarlagana sem sett voru á Alþingi og því ákvað eftirlitið að taka bankann yfir.

Skilanefnd Straums hefur þegar verið skipuð og í henni sitja: Reynir Vignir, formaður, Kristinn Freyr Kristinsson, Arna Guðrún Tryggvadóttir, Elín Árnadóttir og Ragnar Þórður Jónasson.(visir.is)

Það kemur á óvart,að Straumur sé einnig hruninn ásamt stóru bönkunum.Menn töldu hann standa betur. En eins og fram kemur íi fréttum átti Straumur ekki fyrir greiðslu sem átti að greiða í dag.

 

Björgvin Guðmundsson




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband