Mánudagur, 9. mars 2009
Rannsóknarnefnd alþingis á villigötum.Er að rannsaka blaðamenn!
Rannsóknarnefnd alþingis kveðst vera að athuga hvort fjöllmiðlamenn hafi fengið óeðlilega mikla fyrirgreiðslu í bönkunum.Hvers vegna er nefndin að athuga þetta? Jú hún fékk ábendingu frá bankastarfsmanni um málið..Sjallt hjá bankastarfsmanninum að beina athyglinni frá bönkunum sjálfum og að fjölmiðlamönnum. Það gæti verið,að einhver blaðamaður hefði fengið háan víxil í banka eða hátt lán í öðu formi!
Þegar rannsóknarnefnd bankanna á að vera að rannsaka bankana sjálfa og stjórnendur þeirra fyrir hrun,þar sem af nógu er að taka,er hún að athuga hvort fjölmiðlamenn hafi fengið óeðlilega há lán. Á það að útskýra orsakir hrunsins? Vissulega þurfa fjölmiðlar að veita stjórnmálamönnum,fjármálamönnum og öðrum gott athald en það getur ekki verið forgangsverkefni hjá rannsóknarnefndinni að kanna hvort fjömiðlar hafi staðið sig í því efni.
Því miður finnst mér eins og starf nefndarinnar og sérstaks saksóknara sé hálfgert kák.Erlendur fagmaðurr á þessu sviði sagði skoðun sína í gær. Hún sagði,að það þyrfti að gera húsrannsókn hjá auðmönnunum og það þyrfti að frysta eignir þeirra. En okkar rannsóknaraðilar gera ekki neitt. Jú þeir eru að rannsaka blaðamenn!
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:32 | Facebook
Athugasemdir
Ég vona að rannsóknarnefndin fari að leiðbeiningum Evu Joly en þeir hljóta að þurfa að fjölga í nefndinni. Þess verður að gæta að enginn rannsóknaraðila eigi hagsmuna að gæta. Það er ekkert ólíklegt að einhverjir fjölmiðlamenn hafi fengið extra fyrirgreiðslu gegn þögn eða þægilegri umfjöllun.
Kolla (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 13:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.