Þriðjudagur, 10. mars 2009
Óábyrg stjórnarandstaða Sjálfstæðisflokksins
Stjórnarliðar sökuðu stjórnarandstæðinga um málþóf til að tefja fyrir umræðu um stjórnskipunarfrumvarpið. Stjórnarandstæðingar svöruðu því til að umræðan væri nauðsynleg vegna galla á frumvarpinu um séreignarsparnað. Stjórnskipunarfrumvarpið kemur væntanlega til umræðu í dag.(visir,is)
Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið mjög óábyrgur í stjórnarandstöðunni síðan flokkurinn hrökklaðist úr stjórn.Flokkurinn reynir að tefja mál fyrir rikisstjórninni sem mest hann má og vill ráða dagskrá alþingis þó hann hafi ekki þingforsetann. Flokkurinn á erfitt með að ráða ekki ölllu eins og sl. 18 ár.Þannig lagðist flokkurinn algerlega gegn því í gær,að frv, um stjórnskipunarlög og stjórnlagaþing yrði rætt.Þegar ekki var orðið við því lagðist flokkurinn í málþóf og hélt því áfram til miðnættis. Þetta getur ekki talist ábyrg stjónarandstaða.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:55 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.