Þriðjudagur, 10. mars 2009
Fjölgað verði búsetuúrræðum aldraðra
Á nýafstöðnum aðalfundi FEB í Rvk. var samþykkt að fjölga ætti búsetuúrræðum aldraðra.Lögð var áhersla á,að framfylgt yrði í reynd þeirri stefnu í búsetumálum aldraðra að þeir ættu kost á fjölbreyttum valkostum s.s. þjónustuíbúðum,sambýlum,hjúkrunaríbúðum o.fl Stuðlað verði að sjálfstæði þeirria á eigin forsendum og að þeir haldi fjárforræði sínu
Flestir aldraðir vilja búa sem lengst í heimahúsum en það byggist m.a. á nægri heimilishjálp og heimahjúkrun að það sé unnt.Einnig getur þurft að gera breytingar á sumum íbúðum svo aldraðir geti áfram búið í þeim.Til þess getur þurft fjárhagsaðstoð.Einnig þarf að tryggja að aðstandendur fái umönnunarbætur,ef þeir kjósa að sinna sjúkum,öldruðum heima.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.