14000 heimili eiga minna en ekkert

Fjórtán þúsund heimili eða átján prósent allra fjölskyldna eiga minna en ekki neitt þótt ekki séu tekin með í reikninginn yfirdráttarlán, bílalán og skuldir eða eignir hjá Lífeyrissjóðum.  

Þetta kom fram í máli forsætisráðherra á blaðamannafundi eftir hádegið en þetta er lagt til grundvallar aðgerðum til bjargar heimilunum í landinu.

 Ríkisstjórnin ætlar að gera fólki í fjárhagserfiðleikum kleift að breyta gengislánum í hefðbundin lán, hækka vaxtabætur um 25 prósent en  þær skatttekjur sem ríkissjóður fær af útleystum séreignasparnaði á að hrökkva fyrir því. Þá er meiningin að ganga lengra í greiðsluaðlögun en gert er í því frumvarpi sem nú liggur fyrir þinginu og láta það einnig ná til til fasteignaveðlána.

Verið er að skoða hvort veita eigi Íbúðalánasjóði heimild til að lána fólki til að greiða upp Íbúðalán hjá bönkum og sparisjóðum.

Formenn stjórnarflokkanna saka Sjálfstæðisflokkinn um að standa fyrir málþófi á Alþingi og hindra að mikilvæg mál fyrir heimilin komist í gegnum þingið en þau taka gildi strax við samþykkt.

 

Björgvin Giðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bæði spurning og svar rangt, eignastaða skiptir ekki öllu málur, heldur greiðslustaða, ungt fólk sem nýbúið er í námið og rétt búið að kaupa íbúð og með námslán er með neiðkvæða stöðu á eignum en gætu verið í góðum málum með greiðslugetu. Ekki er rétt að móta aðgerðir um aðstoð á þessum forsendum, einnig er það hreint rán að beita afskriftum í stórum stíl eftir slíkum reglum það er þjófnaður frá þeim sem hafa hlutina í lagi og hafa ekki tekið þátt í "góðærinu" og miðað við þessar röngu upplýsingar þá eru u.þ.b. 20.000 fjöldskyldur í vandræðum en tæplega 100.000. fjölskyldur ekki í vandræðum. Beinum aðgerðum þangað sem þeirra er þörf með sem minnstum tilkostnaði fyrir ríkið og skattborgara. Aðgerðir sem fela í sér að létta greiðslubyrði þeirra sem virkilega þurfa á því að halda með því að taka hluta skuldanna og setja í geymslu í 7-10 ár á lágum raunvöxtum (2%) þannig er réttlætið og jafnræðið.

Guðmundur (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband