Hrindum árásum á lífeyrissjóðina

Stjórnvöld hafa ítrekað reynt að seilast í fjármagn lífeyrissjóðanna,síðast í fyrra þegar komin  var fram tillaga á alþingi um að stór hluti af hreinni eign lífeyrissjóða gæti farið inn á svokallað vogunarviðskiptasvið alþjóðlegs peningamarkaðar. Þessu tókst að afstýra m.a. vegna mómæla Félags eldri borgara í Rvk.Nú heyrast raddir um að lífeyrissjóðir launþega eigi að kaupa banka eða önnur  lykilfyrirtæki á Íslandi  í því skyni að koma hjólum atvinnulífsins af stað.Aðalafundur FEB í Reykjavík varaði við slíkum hugmyndum og skoraði á forsvarsmenn launþegasamtakanna og framámenn lífeyrissjóðanna að hafa hugföst upphafleg stefnumið sjóðannna að tryggja sjóðfélögum góðan lífeyri á eftirlaunaárum.
Björgvin Guðmundsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband