Miðvikudagur, 11. mars 2009
Baugur í gjaldþrot?
Baugi Group var í Héraðsdómi Reykjavíkur synjað um áframhaldandi greiðslustöðvun félagsins. Félagið hefur verið í greiðslustöðvun í þrjár vikur en dómari féllst ekki á kröfu Baugs um áframhald greiðslustöðvunar. Þetta þýðir að gjaldþrot blasir nú við Baugi Group.
Glitnir og Íslandsbanki, sem eru í kröfuhafahópi Baugs lögðust gegn því að félaginu yrði veitt áframhaldandi greiðslustöðvun.
Stjórnendur Baugs ætla ekki að tjá sig um ákvörðun dómarans á þessu stigi málsins en úrskurðinum er ekki unnt að áfrýja. (visir.is)
Það eru slæm tíðindi,að gjaldþrot blasi við Baugi.Hér er um geysimikið viðskiptaveldi að ræða,sem Jón Ásgeir Jóhannesson hefur átt stærsta þátt í að byggja upp.Alveg er óvíst hver framtíð fyrirtækisins verður.Ef til vill verður fyrirtækið tekið yfir af eignaumsýslufyrirtæki Íslandsbanka.Á það ber þó að líta að umsvif Baugs eru mest erlendis.Það gæti dregið úr því að rikið tæki fyrirtækið yfir.En áhrif Baugs eru víða.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.