Miðvikudagur, 11. mars 2009
Lífeyrisþegar fái aftur það,sem tekið var af þeim um áramót
Um síðustu áramót voru kjör þorra lífeyrisþega skert að raungildi til,þar eð þeir fengu ekki fulla verðlagsuppbót eins og lög höfðu staðið til.Þeir lífeyrisþegar,sem voru á allra lægstu bótum,fengu fulla verðlagsuppbót,tæplega 20% hækkun á lífeyri eins og verðbólgan hafði verið en aðrir lífeyrisþegar fengu aðeins 9,6% hækkun.Þetta var forkastanlegt og i raun var hér gengið harðar fram gegn lífeyrisþegum en gegn launþegum almennt. Þetta verður að leiðrétta strax. Núverandi ríkisstjórn lýsti því yfir,að hún mundi slá skjaldborg um heimilin og verja velferðarkerfið. Í samræmi við það verður hún strax að skila lífeyrisþegum til baka þvi sem tekið var af þeim um áramót.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.