Jón Ásgeir: Búið að glutra niður 5000 milljörðum í bankakerfinu

Mér líður hræðilega eftir þessi tíðindi," segir Jón Ásgeir Jóhannesson, aðaleigandi Baugs, um þá staðreynd að beiðni áframhaldandi greiðslustöðvun Baugs Group var hafnað í dag. Tíðindin þýða að Baugur er gjaldþrota og Jón Ásgeir segir að þessi niðurstaða muni kosta hluthafa og kröfuhafa mikið fé.

Hann segist vera gapandi hissa á því að áframhaldandi greiðslustöðvun hafi ekki verið samþykkt. „Ég fer ekki ofan af því að sú áætlun sem við lögðum fram í lok janúar hafi verið langbesta leiðin til að veranda verðmæti eigna Baugs. Því miður þá ákváðu skilanefndirnar að hlusta frekar á ráð frá PwC en menn þar á bæ höfðu lítið kynnt sér málið eða í tvær vikur og höfðu ekki svo mikið fyrir því að kynna Baugi niðurstöðu áður en lengra var haldið sem er mjög sérstakt. Ég óttast að minna fáist fyrir eignirnar með þessu. Þær verða sundurtættar og þeir einu sem munu hagnast eru erlendir aðilar sem fá eignirnar nánast gefins eins og markaðurinn er í dag. Það er búið að glutra niður eignaverðmætum upp á 5000 milljarða í bankakerfinu frá því að Gltinir var tekinn yfir af ríkinu. Menn þurfa að spyrja sig hvort við Íslendingar séum að tækla bankahrunið með réttum hætti. Það er mikið af góðu fólki í skilanefndum en þetta er spurning um aðferðafræðina," segir Jón Ásgeir.

Aðspurður um ástæðu þess hversu hart Glitnir gekk fram í að hindra áframhaldandi greiðslustöðvun segist Jón Ásgeir ekki geta svarað því. „Það er gjörsamlega óskiljanlegt að einn ríkisbanki skuli ganga svona hart fram og greinilegt að menn voru tilbúnir að leggja mikið á sig til að koma okkur á kné. Á meðan hefur sami banki beðið sína lánadrotna um skilning á hlutum svo hægt sé að bjarga verðmætum því það vita allir að gjaldþrot er versta niðurstaða fyrir fyrirtæki og eignir þess."

Gaumur, fjölskyldufélag Jóns Ásgeirs, var stærsti hluthafinn í Baugi Group. Félagið á Haga, sem reka meðal annars Bónus, Hagkaup og 10/11 og stóran hluta í Teymi. Aðspurður segir Jón Ásgeir að fall Baugs komi við Gaum. „Við töpum tugum milljarða á þessu. Ég óttast hins vegar ekki um framtíð Haga. Félagið er vel rekið og mun betur sett en mörg önnur. Pabbi [Jóhannes Jónsson] hefur séð um þennan rekstur hér heima um árabil og mun einbeita sér að því áfram og ég trúi ekki öðru en það muni blómstra í hans höndum sem hingað til," segir Jón Ásgeir.
Hann á sjálfur ásamt eiginkonu sinni fjölmiðlafyrirtækið 365 miðlar, undir hvers merkjum Fréttablaðið, Stöð 2, Bylgjan og Vísir.is er, sem hann segir ekki í neinni hættu vegna þrots Baugs. (visir.is)

Vonandi mun þrot Baugs ekki hafa mikil áhrif á Haga. Almenningur á Ísland heldur upp á Bónus og treystir á að þær verslanir haldi áfram.En mér sýnist,að óhætt hefði verið að framlengja greiðslustöðvun BAUGS.þAÐ hefði þá komið  í ljós hvort unnt hefði verið að bjarga rekstrinum.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband