Miðvikudagur, 11. mars 2009
Gunnar Páll tapaði í VR
Kristinn Örn Jóhannesson var í dag kosinn nýr formaður VR. Rafrænni allsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna VR um framboð til formanns, stjórnarmanna í einstaklingskjöri og lista til stjórnar og trúnaðarráðs lauk á hádegi í dag.
Samkvæmt upplýsingum Halldórs Grönvold, formanns kjörstjórnar, hlaut Kristinn 2.651 atkvæði eða 41,9%, Lúðvík Lúðvíksson hlaut 1.904 atkvæði eða 30% og Gunnar Páll Pálsson hlaut 1.774 atkvæði eða 28%. Auðir og ógildir seðlar voru 409.
Auk þess sem kosið var á milli frambjóðendanna þriggja til formanns VR, var kosið á milli sjö frambjóðenda í einstaklingskjöri til þriggja stjórnarsæta og tveggja lista með fjórum frambjóðendum til stjórnar og 82 einstaklingum til trúnaðarráðs.
Annars vegar er um að ræða A-lista trúnaðarráðs og trúnaðarmanna VR og hins vegar L-lista lýðræðis fyrir VR.
Alls voru 25.095 félagsmenn VR á kjörskrá.(mbl.is)
Ekki kemur það á óvart,að Gunnar Páll skyldi verða að lúta í lægra haldi. Hann hafði sætt harðri gagnrýni fyrir störf sín í stjórn Kaupþings og það varð honum að falli.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.