Fimmtudagur, 12. mars 2009
Samkvæmt tilskipun ESB ber Íslandi ekki að greiða Ice Save
Rætt var um Ice Save á alþingi í morgun. Sif Friðleifsdóttir tók málið upp.Miklar umræður urðu og voru skoðanir mjög skiptar. Sumir töldu,að við ættum ekki að greiða Ice Save reikningana.Meðal þeirra voru Pétur Blöndal,Sigurður Kári Kristjánsson og Guðjón Arnar.Aðrir töldu að okkur bæri skylda til þessa.Meðal talsmanna þess sjónarmiðs var fjármálaráðherrann og Árni Páll Árnason.
Ég hefi lesið tilskipun ESB um innlánstryggungarkerfi fyrir spariinnlán.Hvergi er stafur í tilskipuninni um,að ríki þurfi að greiða,ef innlánstryggingarssjóður dugar ekki. Samkvæmt tilskipuninni ber íslenska ríkinu því engin skylda til þess að greiða Ice Save reikningana.Þvert á móti segir í aðfararorðum tilskipunarinnar að innlánsfyrirtækin fjármagni tryggingakerfið og að aðildarríkin beri ekki ábyrgð á innstæðum,ef tryggingakerfið hefur verið innleitt og framkvæmt í samræmi við tilskipunina. Svo var gert og engar athugasemdir gerðar af hálfu ESB við innlánstryggingarkerfið,sem Ísland kom á fót.
En hvers vegna vill íslenska ríkið þá greiða það sem því ber engin skylda til? Hvers vegna ljáði fyrri ríkisstjórn máls á þvi? Það er vegna þess,að Íslendingar voru kúgaðir.Bretar,Evrópusambandið og jafnvel Norðurlöndin stóðu að því að kúga Íslendinga.Þeim var sagt,að þeir fengju ekki aðstoð frá IMF,ef þeir semdu ekki við Breta og greiddu Ice Save.Því var jafnvel hótað að EES samningurinn yrði settur í uppnám ef Ísland hlýddi ekki.Þetta var hrein kúgun. Ísland hefði ekki átt að láta kúga sig.Ísland hefði átt að standa fast á því að láta dómstóla skera úr um það hvort íslenska ríkið þyrfti að greiða Ice Save.Ísland hefði örugglega unnið það mál.Bretar og ESB lögðust gegn málaferlum. Þessir aðilar óttuðust að Ísland ynnu málið og stórfelldir gallar á regluverkinu um innlánstryggingarnar yrði opinberaðir.
Menn segja: Þá hefðum við ekki fengið lán IMF.Gott of vel. Okkur lá ekkert á því láni. Við erum ekkert farnir að nota af því enn.Það var tekið til þess að koma á frjálsum gjaldeyrisviðskiptum,til þess að láta krónuna fljóta. En við höfum frestað þeim aðfgerðum og haldið gjaldeyrishöftum.Við hefðum örugglega fengið aðstoð hjá einhverjum vinveittum þjóðum þó IMF hefði reynt að kúga okkur. En ég tel,að IMF hefði ekki komist upp með það og ESB hefði heldur ekki komist upp með það að setja EES samninginn í uppnám til þess að þóknast Bretum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.