Forsætisráðherra bað Breiðavíkurdrengina afsökunar

Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur fyrir hönd íslenskra stjórnvalda og þjóðarinnar beðið Breiðavíkurdrengina og fjölskyldur þeirra formlega afsökunar á þeirri ómannúðlegu meðferð sem þeir sættu á Breiðavíkurheimilinu.

 

Eins og fram hefur komið í skýrslum og fréttum þá sættu margir af vistmönnum illri meðferð eða ofbeldi og hafa aldrei beðið þess bætur.

 

Í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun spurði Helgi Hjörvar alþingismaður Jóhönnu hvort hún teldi ástæðu til að biðja fórnarlömb Breiðavíkurheimilisins formlega afsökunar. Það stóð ekki á svarinu hjá forsætisráðherra, þótt fyrr hefði verið eins og ráðherra komst að orði.

 

Jóhanna sagði meðal annars að gera verði upp þennan kafla í sögu íslenskra barnaverndarmála, öðruvísi fáist ekki fyrirgefning.

 

Ráðherra upplýsti jafnframt að fulltrúar í forsætisráðuneytinu hefðu átt fundi undanfarna daga með forsvarsmönnum Breiðavíkurheimilisins vegna bótagreiðslna og vonast ráðherra til að hægt verið að ljúka því máli í bærilegri sátt. (ruv.is)

 

Þetta var goitt framtak hjá Jóhönnu.Ég tek ofan fyrir henni.

 

 

Björgvin  Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband