IMF jákvæður varðandi Ísland

Sendinefnd frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum hefur lokið störfum hér á landi í bili. Hún hefur undanfarnar tvær vikur metið hvernig gengið hefur að starfa eftir efnahagsáætlun Íslands og Gjaldeyrissjóðsins. Bjartsýni gætti í tali Marks Flanagans, sem stýrir sendinefndinni, á blaðamannafundi í hádeginu í dag. Hann sagði jákvætt að verðbólgan væri að hjaðna hraðar en búist hefði verið við og að krónan væri stöðug.

 

Atvinnuleysi hefði hins vegar aukist hraðar en búist hefði verið við. Í yfirlýsingu frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og forsætisráðuneytinu kemur fram að á næstu vikum verði nokkur tæknileg atriði útkljáð og í kjölfarið verði ný viljayfirlýsing lögð fyrir stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til umfjöllunar. Búist sé við að afgreiðslu sjóðsins á vormánuðum og að henni lokinni berist íslenskum stjórnvöldum annar hluti lánsins. Flanagan segir að nú séu skilyrði fyrir því að lækka stýrivexti og býst við að mál fari að horfa til betri vegar á seinni hluta ársins. (ruv.is)

Áætlun IMF og Íslands virðist í stórum dráttum hafa gengið eftir áætlun.Með lækkun verðbólgu og lækkun stýrivaxta mun ástandið byrja að batna.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

f

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband