Föstudagur, 13. mars 2009
Slæmt skref Karls V. Matthíassonar
Karl V. Matthíasson hefur sagt sig úr Samfylkingunni og gengið í Frjálslynda flokkinn.Ég gagnrýndi Jón Magnússon harðlega þegar hann sagði sig úr Frjálslynda flokknum og gekk í Sjálfstæðisflokkinn .Kvað ég það svik við kjósendur. Hið sama á við nú.Kjósendur Samfylkingarinnar kusu Karl á þing.Það er siðferðilega rangt að fara með þingsætið úr Samfylkingunni yfir i Frjálslynda flokkinn.Karl V. Matthíasson féll í prófkjöri Samfylkingarinnar úr 2.sæti niður í 5.sæti en hlaut það 4. vegna kynjakvóta.Það sæti er hins vegar vonlaust sem þingsæti.Sjálfsagt hefur prófkjörið átt stærsta þáttinn í því að Karl skipti um flokk.Sjálfur segir hann,að hann geti betur unnið að leiðréttingu kvótakerfisins í Frjálslynda flokknum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.