Góð stjórnarsamvinna Samfylkingar og VG

Stjórnarsamvinna Samfylkingar og VG hefur gengið vel.Þau Jóhanna og Steingrímur J. vinna vel  saman. Þessir  tveir flokkar,Samfylking og Vinstri græn, hafa líka sýn á þjóðfélagsmálin.Báðir flokkarnir eru félagshyggjuflokkar,sem vilja gæta hagsmuna launafólks  og láglaunafólks sérstaklega. Flokkarnir ná því vel saman.Ég er mjög ánægður með að þessir flokkar skyldu mynda ríkisstjórn og hefði vilja að þeir hefðu náð saman eftir síðustu kosningar.En þá vildu menn ekki vinna með Framsókn,sem nýlega var komin úr samstarfi við íhaldið.Nú hefur Framsókn kosið  sér nýja forustu og tekið upp breytta stefnu. Flokkurinn er á ný orðin félagshyggjuflokkur og getur því unnið með Samfylkingu og VG. Ég tel æskilegt að félagshyggjuflokkarnir verði áfram við völd eftir kosningar.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband