Laugardagur, 14. mars 2009
Jóhanna sigraði örugglega í Rvk.Árni Páll efstur í Kraganum
Lokatölur voru lesnar í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík á 11. tímanum í kvöld. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, félagsmálaráðherra, fór upp í 8. sæti á lokasprettinum og Mörður Árnason, varaþingmaður, fór einnig upp fyrir Önnu Pálu Sverrisdóttur, formann Ungra jafnaðarmanna, sem var í 8. sæti lengi vel.
Þá höfðu Helgi Hjörvar og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir sætaskipti í 3. og 4. sætinu en Helgi fór upp í það sæti á endanum. Jóhanna Sigurðardóttir fékk 78% atkvæða í 1. sætið.
Alls greiddu 3543 atkvæði í prófkjörinu sem er 45,8% kjörsókn. Þetta er mun minni þátttaka en var í prófkjöri flokksins í árslok 2006 en þá kusu rúmlega 4800 manns. Samfylkingin fékk 8 þingmenn í Reykjavík í síðustu alþingiskosningum.
Lokaröðin varð þessi:
- Jóhanna Sigurðardóttir, 2766 atkvæði í 1. sæti
- Össur Skarphéðinsson, 1182 atkvæði í 1.-2. sæti
- Helgi Hjörvar 822 atkvæði í 1.-3. sæti
- Sigríður Ingibjörg Ingadóttir 1104 atkvæði í 1.-4. sæti
- Skúli Helgason 1277 atkvæði í 1.-5. sæti
- Valgerður Bjarnadóttir 1448 atkvæði í 1.-6. sæti
- Steinunn Valdís Óskarsdóttir 1602 atkvæði í 1.-7. sæti
- Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, 1605 atkvæði í 1.-8. sæti
- Mörður Árnason, 1474 atkvæði í 1.-9. sæti
- Anna Pála Sverrisdóttir 1352 atkvæði í 1.-10. sæti.
- Dofri Hermannsson 1268 atkvæði í 1.-11. sæti
- Sigríður Arnardóttir 964 atkvæði í 1.-12. sæti
- Jón Baldvin Hannibalsson
- Sigbjörg Sigurgeirsdóttir
- Pétur Tyrfingsson
- Jón Daníelsson
- Björgvin Valur Guðmundsson
- Hörður J. Oddfríðarson
- Sverrir Jensson.
(mbl.is)
Mestu tíðindin í Kraganum voru þau,að Árni Páll varð efstur.Við það kemst hann í forustusveit Samfylkingarinnar.Katrín Júlíusdóttir varð í öðru sæti,Lúðvík Geirsson í 3. og Þórunn Sveinvbjarnar í 4.sæti.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.