Sunnudagur, 15. mars 2009
Lífeyrissjóðurinn Gildi vill lækka réttindi sjóðfélaga.Kemur ekki til greina
Stjórn Gildis lífeyrissjóðs hyggst leggja til á ársfundi sjóðsins, sem fer fram 21. apríl nk., að réttindi sjóðfélaga, verði lækkuð um 10%. Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri sjóðsins, segir að þetta sé gert vegna núverandi stöðu í efnahagsmálum.
Árni segir, að staða sjóðsins hafi versnað og sé komin út fyrir þau mörk sem samþykktir sjóðsins segi til um. Taka verði á vandanum og því hafi verið ákveðið að grípa til þessarar ráðstöfunar, að höfðu samráði við tryggingafræðing sjóðsins.
Árni bendir á að réttindi sjóðfélaga hafi verið hækkuð um 17,7% frá stofnun Gildis árið 2005. Það sé til viðbótar vísitöluhækkunum. (mbl.is)
Það gengur ekki að ætla að rýra réttindi sjóðfélaga Gildis,þegar kreppa ríkis og lífskjör fólks skerðast.Þá er einmitt þörf á að halda réttindum óskertum.Lífeyrissjóðurinn Gildi á að breyta samþykktum sínum,ef þau eru komin út fyrir þau mörk sem samþykktir sjóðsins setja.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.