Sunnudagur, 15. mars 2009
Framsókn hnýtir í Samfylkinguna
Formaður Framsóknar,Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,hefur verið að hnýta í Samfylkinguna að undanförnu.Hefur hann einkum beint óánægju sinni að Jóhönnu Sigurðardóttur,forsætisráðherra.Fylgi Framsóknar hefur dalað nokkuð í skoðanakönnunum að undanförnu.En ástæðulaust og óskynsamlegt er að láta óánægju með skoðanakannanir bitna á Samfylkingunni.Framsókn líkaði illa hvað Samfylkingin tók illa í tillöguna um 20% flatan niðurskurð á skuldum.Jóhanna sagði .það hreint út að hún gæti ekki samþykkt 20% lækkun skulda hjá öllum,líka efnafóli,sem ekki þyrfti á slíkum niðurskurði að halda.Þarna talaði Jóhanna hreint út eins og venjan er hjá henni.Ef Framsókn hefur áhuga á því að starfa í ríkisstjórn með Samfylkingu og VG eftir kosningar er ekki skynsamlegt hjá henni að vera alltaf að hnýta í Samfylkinguna.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.