Sunnudagur, 15. mars 2009
Skuldir sjávarútvegsins 458 millj.kr.
Skuldir sjávarútvegsins hafa hækkað mikið eftir gengishrun krónunnar í fyrra. Um áramót mældust þær rúmlega 526 milljarðar króna, hafa síðan lækkað talsvert og voru um síðustu mánaðamót rúmlega 458 milljarðar. Þetta eru heildarskuldir, nettóskuldir eru 130 til 140 milljörðum lægri. Heildartekjur sjávarútvegsins voru í fyrra rúmlega 171 milljarður og undanfarinn áratug hefur framlegðin verið um 20 prósent af tekjum. Ljóst er að stór hluti fer í að greiða vexti. Friðrik Jón Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ segir þetta áhyggjuefni ekki síst vegna lækkandi verðs á mörkuðum, en hann telur að greinin sem heild ráði við þessa skuldabyrði, þótt staða einstakra fyrirtækja sé misjöfn.(ruv.is)
Þessar skuldir eru að mestu leyti í ríkisbönkunum,þannig að ríkið á skuldirnar.Þjóðin ´á einnig kvótana.Það er því tímabært að innkalla kvótana.Það þarf að endurskoða allt kvótakerfið .
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.