Litlar breytingar í prófkjörum

Þrátt fyrir marga mótmælafundi og mikla  ólgu í þjóðfélaginu vegna bankahruns eru breytingar í prófkjörum litlar.Segja má,að mestu breytingarnar hafi orðið áður en prófkjörin fóru fram,með broitthvarfi Geirs Haarde og Ingibjargar Sólrúnar úr stjórnmálum vegna veikinda. En breytingar  í prófkjörunum sjálfum voru sáralitlar.Foringjarnir,Jóhanna,Steingrímur og Bjarnir Ben og Þorgerður Katrín héldu velli.Það komu nokkrir nýir þingmenn inn en þeir felldu ekki neina sitjandi þingmenn.Nýir þingmenn hjá Samfylkingu í Rvk. eru Skúli Helgason,Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Valgerður Bjarnadóttir. Endurkoma Jóns Baldvins í pólitík mistókst. Hann fékk 13.sæti.ÓIöf Nordal náði þingsæti í Rvk.  hjá Sjálfstæðisflokki en hún var ekki ný,heldur flutti hún sig frá Austfjörðum til Rvíkur.Svandís Svavarsdóttir náði góðum árangri í prófkjöri VG í  Rvk og ítti ráðherranum Kolbrúnu niður eftir listanum.Eins og áður leiða karlmenn flesta lista,efða 7 af 10. Jafnréttið á undir högg að sækja. Fjórflokkurinn  blívur  og ný framboð koma tæpast að manni.Frjálslyndir berjast fyrir lífi sínu.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband