Spá lækkun stýrivaxta um 1-1/2 %

Hagfræðideild Landsbankans reiknar með því að Seðlabankinn muni lækka stýrivexti um 1 til 1,5 prósentustig á fimmtudaginn kemur en þá verður ákvörðun tekin um stýtivexti.

Þetta verður í fyrsta sinn sem ný peningastefnunefnd tekur ákvörðun um vextina.

Fram kemur í daglegu fréttabréfi hagfræðideildarinnar að ef gengi krónunnar haldist stöðugt og ef verðbólguþróunin verði áfram hagstæð muni Seðlabankinn líklega lækka stýrivexti nokkrum sinnum fyrir utan hefðbundna vaxtaákvörðunardaga sína.

Í fréttabréfinu segir að niðursveiflan í hagkerfinu kalli á lækkun stýrivaxta en raunvextir verði að vera jákvæðir áfram til að létta undir með afnámi gjaldeyrishaftanna.(mbl.is)

Vonandi gengur þessi spá eftir.En heldur er þetta lítil vaxtalækkun,sem spáð er.Það þarf að lækka vexti mikið meira ef gagn á að vera að henni fyrir atvinnulífið.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband