Launþegar eiga lífeyrissjóðina

Sigurður G.Tómasson sagði á Útvarpi Sögu í morgun,að  þegar lífeyrissjóðunum hefði verið komið á fót hefði verið ákveðið að launþegar fengju lífeyrissjóð í stað kauphækkunar.M.ö.o. hefði verið ákveðið að launþegar greiddu ákveðinn hundraðshluta launa sinna í lífeyrissjóð gegn ákveðnu framlagi frá atvinnurekendum á móti.Ef ekki hefði verið samið um lífeyrissjóðinn hefðu launþegar fengið meiri kauphækkun í umræddum samningum. Launþegar afsöluðu sér kauphækkun vegna samkomulags um lífeyrissjóð.Af þessu leiðir að launþegar eiga  lífeyrissjóðina og þeir eiga þá óskerta. Hið opinbera hefur ekkert leyfi til þess að skerða lífeyrissjóðina hvorki beint né óbeint. Og launþegar eiga að hafa full yfirráð yfir lífeyrissjóðunum.Það er næsta krafa launþega og lífeyrisþega,að skerðing á tryggingabótum vegna lífeyrissjóðstekna verði afnumin.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eins og okkar kynslóð man glöggt,  voru hinir skeleggu baráttumenn okkar verkafólks, Eðvard Sigurðsson og Guðmundur J. Guðmundsson, búnir að berjast lengi fyrir því að almennir launþegar fengju sambærileg réttindi hvað varðandi eftirlaun og opinberir starfsmenn. Reyndar var eitthvað um að launþegar á almennum vinnumarkaði ættu kost á þessum, en algengt var það ekki. Nefna má að starfsfólk gamla SÍS átti aðild að lífeyrissjóði frá því á fjórða áratug síðustu aldar. Launþegar voru búnir að taka á sig alvarlegar launalækkanir og atvinnuleysi undir lok sjöunda áratugarins og í harðvítugum vinnudeilum sumarið 1969 var loks hægt að knýja fram þessa kjarabót, því bæði ríkisvald og atvinnurekendur sáu að þessi kjarabót myndi ekki aukia verðbólgu, sem var ærin á þessum tíma, þótt hún ætti reyndar eftir að versna að mun á "framsóknaráratugnum". Það er svo hægt að ræða lífeyrismálin lengi og vel, en Ellibelgur myndi fara fram á það við jafn ágætlega ritfæran og fróðan mann eins og eiganda þessarar bloggsíðu, að hann myndi nú leggjast á þá árina með sínum beitta penna að gera fólki grein fyrir því ranglæti, sem felst í því að atvinnurekendur skuli hafa jafnan seturétt í stjórnum almennu stéttarfélagasjóðanna og hinir raunverulegu eigendur þeirra, launafólkið sjálft. Í raun má segja, að með þessu hafi SA íhlutunarrétt á því hvernig þessum hluta réttmætra launa fólksins sé ráðstafað. Þetta læsir líka inni það fyrirkomulag, að stjórnir sambanda stéttarfélaganna skipi stjórnarmenn af hálfu sjóðfélaga. Þarna þarf að koma á lýðræðislegri skipan, stjórnin sjóðanna séu kjörnar beinni kosningu af hálfu sjóðfélaga og afnumið það fáránlega skipulag, að stjórn og framkvæmdastjóri SA séu að ráðskast með hvaða fólk situr þarna í stjórnum.

Ellibelgur (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband