Þriðjudagur, 17. mars 2009
Blekktu atvinnurekendur launþega?
Verkalýðsforystan hefur brugðist illa við fréttunum af fyrirhugaðri arðgreiðslu. Þannig skorar Efling-stéttarfélag á stjórn HB Granda, í ljósi arðgreiðslna til hluthafa og yfirlýsinga um að fyrirtækið standi vel rekstrarlega, að taka umsvifalaust ákvörðun um að launahækkun til starfsmanna Granda hf. komi þegar í stað til framkvæmda.
Að sögn Kristjáns kemur ákvörðun stjórnar HB Granda einkennilega fyrir sjónir þegar blekið sé ekki þornað á þeim pappírum þar sem beðist var undan launahækkunum til handa verkafólki. Ef menn hafa svigrúm til þess að greiða sér ríflegan arð miðað við ástandið í þjóðfélaginu, þá er svigrúm til launahækkana hjá fiskverkafólki, sem á þær svo sannarlega skilið, segir Kristján og bendir á að fiskverkafólk hafi á síðustu mánuðum spýtt í lófana til þess að afla eftirsóttra gjaldeyristekna fyrir landið. Ég ætla rétt að vona að stjórn Granda sjái að sér og kippi málinu í liðinn áður en þeir setja hér þjóðfélagið á annan endann.
(mbl.is)
Svo virðist sem atvinnurekendur hafi blekkt launþega.Þeir báru sig aumlega og sögðu ekkert svigrúm til kauphlækkana en geta síðan greitt eigendum sínum arð. Granda ber siðferðisleg skylda til þess að greiða starfsfólki sínu launauppbót og mér kæmi ekki á óvart þó ASÍ mundi endurskoða samkomulagið um að fresta launahækkunum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.