Þriðjudagur, 17. mars 2009
Skóli i Úlfarsárdal næsta ár
Fyrirhugað er að samrekinn leik- og grunnskóli fyrir 1.-4. bekk, ásamt frístundaheimili, taki til starfa í Úlfarsárdal í ágúst 2010. Tillögur þessa efnis hafa verið samþykktar í þremur ráðum Reykjavíkurborgar.
Lagt er til við framkvæmda- og eignaráð borgarinnar að í þessu skyni verði sem fyrst hafin bygging húsnæðis við Úlfarsbraut 118-120, sem hugsuð var sem framtíðarhúsnæði leikskóla í hverfinu. Byggingin er hönnuð sem 5-6 deilda leikskóli á 5.350 fermetra lóð og hentar því einnig vel fyrir starfsemi yngstu bekkja grunnskóla. Reiknað er með 40-50 börnum á leikskólaaldri á fyrsta starfsári skólans og svipuðum fjölda grunnskólabarna í 1.-4. bekk. (mbl.is)
Ég bý í Grafarholti og horfi yfir Úlfarsárdal út um eldhúsgluggann hjá mér.Rúmlega 100 manns eru fluttir í þetta nýja hverfi en framkvæmdir eru nú litlar þarna miðað við það sem áður var. Margir hafa skilað lóðum sínum vegna efnahagsástandsins og aðrir geta ekki haldið áfram framkvæmdum vegna fjárskorts.Bankarnir lána ekki neitt og eru tæplega komnir í gang. Það er ánægjulegt,að Reykjavíkurborg skuli ætla að hefja skólastarf í hverfinu næsta ár.Það mun þá ekki standa á því.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.