Vilhjálmur Birgisson:Lækka ber laun starfsmanna lífeyrissjóða

Það ætti svo sannarlega að skoða hvort ekki megi lækka laun hjá forstjórum og framkvæmdastjórum lífeyris-sjóðanna, sem eru með allt að þrjátíu milljónir á ári í laun, segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.

Sérstaklega eigi þetta við um Lífeyrissjóð verslunarmanna og Gildi, þar sem yfirmennirnir þéni milli tuttugu og þrjátíu milljónir á ári.
„Þessi laun eru ekki í neinum takti við það sem eðlilegt getur talist. En það er fleira sem má skoða, svo sem aðkoma atvinnurekenda að stjórnum sjóðanna," segir Vilhjálmur.

Óeðlilegt sé að atvinnurekendur véli með lífeyri launþega. Hagsmunaárekstrar geti til dæmis myndast þegar teknar séu ákvarðanir um fjárfestingar. Launþegarnir eigi að fara með stjórn eigin lífeyris.(visir.is)

Ég tek undir með Vilhjálmi Birgissyni.Laun framkvæmdastjóra og stjórnarmanna lífeyrisjóðanna eru alltof há. Þau verður að lækka.

 

Björgvin Guðmundsson



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband