Þriðjudagur, 17. mars 2009
Krafan er: Aukinn jöfnuður og uppstokkun kvótakerfisins
Samfylkingin verður að leggja áherslu á aukinn jöfnuð i þjóðfélaginu og uppstokkun kvótakerfisins í næstu ríkisstjórn.Þetta eru stærstu málin í dag. Koma má á auknum jöfnuði með ráðstöfunum i skattamálum: Hærri sköttum á þá tekjuhærri og lægri sköttum á þá tekjulægri.Uppstokkun kvótakerfisins getur einnig stuðlað að auknum jöfnuði.Framkvæmd kvótakerfsins hefur skapað gífurlegt ranglæti í þjóðfélaginu og ójöfnuð.Það þarf að vinda ofan af þessu kerfi.Innkalla veiðiheimildir og úthluta þeim á ný á réttlátan hátt eða bjóða þær upp.Samfylkingin getur ekki ítt kvótamálinu lengur á undan sér. Næsta ríkisstjórn verður að taka það mál fyrir og leysa það.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.