Þriðjudagur, 17. mars 2009
Á ríkið að styrkja sparisjóðina?
Sparisjóðurinn BYR tapaði 29 milljörðum sl. ár. Byr hefurv nú farið fram á,að ríkið leggi honum til 13 milljarða.Það eru miklir fjármunir.En spurningin er þessi:Á ríkið að hjálpa öllum einkafyrirtækjum ,sem eru í fjárhagsvandræðum?Og spurningin er einnig sú hvort ríkið hafi efni á því.Síðari spurningunni er strax unnt að svara neitandi.Ríkið hefur ekki efni á því. Ég tel,að ríkið geti ekki hlaupið undir bagga með öllum einkafyrirtækjum,sem eru í vandræðum.Sparisjóðirnir njóta að vísu nokkurrar sérstöðu.Þeir nutu virðingar og gegndu mikilvægu hlutverki hér áður. En þeir fóru út af sporinu.Þeir urðu græðgisvæðingunni að bráð eins og fleiri.Þeir æltluðu að græða einhver ósköp á braski og töpuðu miklu í staðinn.Þeim hefði verið nær að halda sig við hefðbundinn sparisjóðarekstur.
Það kemur til greina að ríkið gerist hluthafi í einhverjum sparisjóðum en ekki kemur til greina að mínu mati að leggja þeim til fjármagn í öðru formi.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:35 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.