Afhentu 83000 undirskriftir með mótmælum gegn hryðjuverkalögunum

Forsvarsmenn Indefence-hópsins afhentu breskum þingmönnum undirskriftir rúmlega 83.000 Íslendinga fyrir stundu. Þar er mótmælt setningu hryðjuverkalaga frá því í haust.

 

Hópurinn gekk fylktu liði yfir Westminister-brúna til þinghússins.  Með í för eru Orri Páll Dýrason úr hljómsveitinni Sigur Rós, sem lék göngumars á trommur, og íslensk kona í skautbúningi.  Fyrir utan þingið eru námsmenn og félagar í Íslendingafélaginu í Lundúnum, og heldur fólkið á kröfuspjöldum. 

Við náðum tali af Magnúsi Árna Skúlasyni, einum forsvarsmanna Indefence-hópsins fyrir stundu.  Hann var beið þess þá að vera hleypt inn í breska þingið ásamt félögum sínum.

Auk þingmanna býst Magnús við að hópurinn eigi fundi með undirráðherrum í bresku ríkisstjórninni.  (ruv.is)

Þetta er mjög gott framtak hjá Indefence hópnum.Það athæfi Breta að beita okkur hryðjuverkalögum var algert níðingsverk.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband