Framsýn vill rifta samkomulagi um frestun kauphækkana

Framsýn stéttarfélag ítrekar kröfur um að samninganefnd ASÍ eigi þegar í stað að rifta samkomulagi sem gert var við Samtök atvinnulífsins um frestun á launahækkunum sem koma áttu til framkvæmda 1. mars sl.

Í ályktun félagsins sem samþykkt var í gærkvöld, er skorað á stjórnendur HB Granda að hætta við arðgreiðslur og hækka í staðinn laun verkafólks.

 

„Framsýn- stéttarfélag telur að Samninganefnd ASÍ eigi þegar í stað að rifta samkomulagi sem gert var við Samtök atvinnulífsins 25. febrúar um frestun á launahækkunum sem koma áttu til framkvæmda 1. mars sl.

Eins og fréttir af arðgreiðslum til eigenda HB Granda bera með sér, eru til fyrirtæki sem hafa fulla burði til að standa við gerða kjarasamninga. Á þetta hefur Framsýn margsinnis bent og lagðist því gegn frestun launahækkana. Hins vegar var góður meirihluti aðildarfélaga ASÍ með frestun. Í ljósi ákvörðunar HB Granda verður því seint trúað að verkalýðshreyfingin ætli að sitja hjá og viðurkenna þennan gjörning sem er siðlaus með öllu.

Framsýn- stéttarfélag skorar á stjórnendur HB Granda að falla frá arðgreiðslum til hluthafa og hækka þess í stað laun starfsfólks um kjarasamningsbundnar hækkanir frá og með 1. mars 2009.“(mbl.is)

Mér finnst krafa Framsýnar eðlileg.Verkafólk var fengið til þess að fresta umsaminni  kauphækkun á þeim forsendum að staða atvinnufyrirtækja væri erfið en síðan greiðir Grandi 150 millj. í arð til eigenda.Mörg fyrirtæki ráða vel við að greiða umsamda kauphækun þó önnur eigi erfitt með það.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband