Miðvikudagur, 18. mars 2009
Eva Joly á að hreinsa út
Veiðar á þeim sem bera ábyrgð á efnahagshruni Íslands eru hafnar fyrir alvöru. Spillingarhausaveiðarinn Eva Joly á að hreinsa þar út. .
Á þessa lund hefst frásögn danska fréttavefjarins business.dk af framvindu bankahrunsins á Íslandi.
Ekki er lengur einungis talað um óábyrg útlán banka, stefnu stjórnvalda og helst til of áhættusækna framkvæmdastjóra. Nei, nú snýst umræðan um hreinan og beinan þjófnað, segir í greininni, þar sem fjallað er um aðkomu Evu Joly að íslenskum rannsóknum á bankahruninu. Sagt er frá því að hún hafi mætt í viðtal hjá ríkissjónvarpinu og talað þar tæpitungulaust um ástandið á Íslandi. Þrátt fyrir það hafi Íslendingar ekki móðgast, heldur krafist þess að hún yrði ráðin til þess að taka hér til.
Lýst er atburðarásinni frá bankahruni til búsáhaldabyltingar, ríkisstjórnarskipta og stjórnarskipta í Seðlabanka og Fjármálaeftirliti. Þetta er samt ekki nóg til að lægja kröfur fólksins um að þeir sem beri ábyrgð axli hana. Langt í frá.(mbl.is)
Þessi grein er skrýtin.Það eina,sem er rétt í greininni er,að Ísland hefur ráðið Evu Joly sem ráðgjafa.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.