Miðvikudagur, 18. mars 2009
Lýsa vantrausti á forseta og samninganefnd ASÍ
Drífandi stéttarfélag í Vestmannaeyjum lýsir yfir miklum vonbrigðum og vantrausti á störf forseta og samninganefndar ASÍ í aðdraganda endurskoðunar kjarasamninganna. Drífandi var eitt sex félaga sem var andvígt frestun launahækkana. Félagið vill að samkomulagi við Samtök atvinnulífsins verði þegar í stað rift og farið í viðræður við SA með nýrri samninganefnd.
Í ályktun Drífanda, sem birt er á eyjar.net segir að Drífandi fagni góðum uppgjörum sjávarútvegsfyrirtækja undanfarið. Staða margra fyrirtækja sé góð þrátt fyrir þrengingar í þjóðfélaginu. Það sýni að málflutningur þeirra sex stéttarfélaga er kröfðust þess að launahækkunin kæmi til framkvæmda 1. mars, hafi verið var hárréttur. Þá er vonbrigðum og vantrausti lýst á störf forseta og samninganefndar ASÍ í aðdraganda endurskoðunar kjarasamninganna.
Sérstaklega er alvarlegt að einstakir aðilar innan samninganefndarinnar virðast hafa verið að gera samninga við fyrirtæki um launahækkanir til handa sínum félagsmönnum, en á sama tíma frestað gildistöku samninga annars launafólks í skjóli Alþýðusambandsins. Drífandi krefst þess að nú þegar verði sagt upp samkomulaginu við Samtök atvinnurekenda um frestun kjarasamninga og farið verði í viðræður við samtökin með nýrri samninganefnd, segir í ályktun Drífanda. (mbl.is)
Ályktun Drífandi er eðlileg.Hún endurspeglar viðhorf verkafólks almennt.Það vill fá umdamdar kauphækkanir og engar refjar.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.