Miðvikudagur, 18. mars 2009
Grétar Mar gagnrýnir mannréttindabrot í kvótakerfinu
Grétar Mar Jónsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, kvaðst í fyrirspurn til sjávarútvegsráðherra í dag ekki trúa öðru en að ríkið stefndi að því að gera samninga við sjómennina tvo sem Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna taldi ríkið hafi brotið á í frægum úrskurði.
Var niðurstaða nefndarinnar sú að íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið bryti í bága við 26. gr. Alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi.
Rifjaði Grétar Mar upp að hér væri á ferð 14 til 15 mánaða gamalt mál og lék honum forvitni á að heyra frá sjávarútvegsráðherra hvernig þessu máli liði.
Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra svaraði því til að þegar málið hafi komið upp hafi hann verið í stjórnarandstöðu.
Afstaða hans hefði þá verið sú að stórnvöld ættu að fara í efnislegar viðræur við mannréttindanefndina um málið og þar með bregðast við úrskurðinum með öðrum hætti en stjórnin bauð upp á.
Í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar hefðu gengið bréf á milli hennar og nefndarinnar.
Eftir bankahrunið hefði henni hins vegar verið gerð grein fyrir því að stjórnvöld væru önnum kafin vegna þess alvarlega ástands sem við blasti í atvinnu- og fjármálalífi þjóðarinnar.
Ég gef bara hreinskilið svar um að ég hef ekki haft tíma til þess að setja mig rækilega í málið," svaraði Steingrímur.
Grétar Mar gagnrýndi þá ráðherrann fyrir að svara því svo til að það væri svo mikið að gera að ekki væri hægt að virða mannréttindi á sama tíma og ríkið væri að setja 14 milljarða í tónlistarhús.(mbl.is)
Ég er sammmála Grétari Mar. Þqð er til skammar,að íslenskt stjórnvöld skuli ekkert gera í því að bæta mannréttindi á Íslandi eftir að mannréttindanefnd Sþ úrskurðaði,að kvótakerfið fæli í sér brot á mannréttindum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.